19.12.1944
Sameinað þing: 79. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (702)

143. mál, fjárlög 1945

Eiríkur Einarsson:

Mér virðist þessi till. vera hin álkulegasta. Fyrst og fremst ber hún það með sér sjálf, að hún er ekki mælt af heilum hug, þar sem ræðir annars vegar um 2 millj. til skóla í Skálholti og það til undirbúnings aðeins, en hins vegar um vegagerð í Árnessýslu. (HelgJ: Það var leiðrétt.) Nú, var það eingöngu til byggingar? Hún er álkuleg samt. Og í öðru lagi er á það að líta, að ég hélt, að jafngott mál, sem jafnákveðinn þingmeirihluti er fyrir, að skóli sé reistur í Skálholti, þyrfti samstarf hæstv. ríkisstj. og fjvn. Alþ. Ég hygg hins vegar, að þessi till. sé komin fram á allra síðustu stundu, blásið inn á þing eins og sápukúlu, og eins og hún er til orðin, mun hún verða að litlu, eins og sápukúla.

Með tilliti til þess sit ég hjá við atkvgr.