19.12.1944
Sameinað þing: 79. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 653 í B-deild Alþingistíðinda. (704)

143. mál, fjárlög 1945

Helgi Jónasson:

Ég má til með að gera grein fyrir atkv. mínu. Það kemur á daginn, sem ég hef haldið fram, að meðhaldsmönnum Skálholtsskóla er sýnilega mikið að fækka, og kom í ljós, eins og ég hélt fram í umr. hér, að þetta væri gert til að eyðileggja málið. Ég vildi reyna að bjarga því, þó að ég hafi verið í minni hluta, og segi þess vegna já.