09.01.1945
Efri deild: 96. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 657 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

88. mál, tollskrá o.fl.

Frsm. (Magnús Jónsson:

Herra forseti. Þetta er stjfrv., komið frá Nd. Það er samið af n., sem ríkisstj. skipaði til að endurskoða tollskrána.

Þegar tollskráin var samin, var auðvitað, að einhverjir gallar kæmu fram á henni síðar, og var eðlilegt að skipa n. til að gera till. um leiðréttingu á þeim.

Þessir aðilar tilnefndu menn í n. skv. tilmælum fjmrn., sinn fulltrúann hver: Félag ísl. iðnrekenda, Samband ísl. samvinnufélaga og Verzlunarráð Íslands. Auk þess voru skipaðir í n. Sigtryggur Klemensson fulltrúi og Jón Hermannsson tollstjóri, sem jafnframt var form. hennar, en þeir eru einna kunnugastir þessum málum, enda var Jón Hermannsson við samningu l. um tollskrá, þegar þau fyrst voru sett. Þegar þetta mál kom fyrir Nd., var það sent til n. og síðan til tollstjóra. Hann gerði við frv. nokkrar brtt., sem voru því sem næst allar samþ. Eftir að hafa gengið gegnum þennan hreinsunareld, er frv. komið til þessarar deildar.

Fjhn. hafði varla tíma nema til að líta yfir frv., og var naumast unnt að ná sambandi við nokkra kunnugri en þá, sem um það hafa fjallað.

Þó hafa nokkrar smábreyt. verið gerðar, sem aðallega eru tilfærslur, sérstaklega í sambandi við innlendan iðnað.

Flestar brtt. eru við 1. gr., sem er raunverulega öll tollskráin.

Nokkrar brtt. eru við 2. gr., sem er erfitt að dæma um nema fyrir nákunnuga.

N. leggur til, að frv. verði samþ., og var þó einn nm. fjarverandi.

Ég hef ekki annað að segja fyrir hönd n. en óska, að frv. verði samþ. óbreytt eins og það liggur nú fyrir.