07.12.1944
Efri deild: 84. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (761)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Kristinn Andrésson:

Ég vildi aðeins víkja að einu atriði, sem sé því, hvort rétt væri, að menntmn. þessarar hv. d. tæki þetta frv. til athugunar í sambandi við annað frv. um breyt. á háskólalögunum. Eins og hv. d. er kunnugt, líður oft langt á milli funda í nefndinni og gengur oft seigt og fast að koma málum í gegn. Þar að auki er alllangt liðið fram á þingtímann og menn mjög störfum hlaðnir. — Ég mundi af þessum ástæðum telja töf að því að taka málið fyrir nú og þætti eðlilegast, að hvort málið fyrir sig hefði sinn gang, þar sem þau hafa bæði legið fyrir annarri nefnd og menntmn. ekki að neinu leyti haft þau til meðferðar.

Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu atriði, en vil annars ekki blanda mér í umr. t.d. um þann kostnaðarauka, sem leiðir af þessu frv.