07.12.1944
Efri deild: 84. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 665 í B-deild Alþingistíðinda. (762)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Jónas Jónsson:

Herra forseti. Ég held það hljóti að hafa verið misskilningur hjá síðasta hv. ræðumanni, þegar hann lét í ljós óánægju yfir þeirri hv. nefnd, er hann á sæti í sem skrifari, og þó vil ég leyfa mér að halda fram, að formennskan sé heldur ekki hjá hv. 2. þm. Árn. Mér finnst, þar sem ég er eini vandalausi maðurinn í nefndinni, að ég eigi að bera lofsamlegan vitnisburð þeim manni, sem stjórnar þessum flutningi og er á allt öðru máli en þessi hv. ræðumaður og hefur betra álit á n. en hann virðist hafa. En út af því máli, sem hér liggur fyrir, hefði ég helzt viljað flytja brtt., sem lúta að því ... Ég hélt, að hér væri um annað mál að ræða en það, sem hér er til meðferðar, og sé ég því ekki ástæðu til annars en að ljúka máli mínu með óskum um, að frv. nái fram að ganga og vona, að mér takist alltaf að halda virðingu fyrir hv. menntmn.