07.12.1944
Efri deild: 84. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 666 í B-deild Alþingistíðinda. (764)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Ég vil taka það fram, að ég læt afskiptalaust, hvort þetta frv. eigi rétt á sér eða ekki. En það, sem ég vildi segja, er það, — sem að nokkru leyti hefur verið rakið af öðrum, — að ekki sé rétt að setja þetta frv. í nokkurt samband við annað frv., sem nú liggur fyrir þessari hv. d. og er um beinar breyt. á háskólalögunum, um stofnun nýrrar deildar í verkfræði. Það segir sig líka sjálft, að ekki er til þess ætlazt af hálfu hv. flm., að frv. þessi verði felld í neitt samhengi, fyrst og fremst af því, að þau eru flutt sitt í hvoru lagi og vísað hvoru til sinnar nefndar. Það er því fyllilega réttmætt, að hvort frv. sigli sinn sjó.

Annars læt ég ekki hér til mín taka að neinu leyti.