12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 675 í B-deild Alþingistíðinda. (792)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. Hv. frsm. n. hefur svarað fyrirspurn minni, en bætti því við, að ég hefði heldur átt að tala um sparsemi viðvíkjandi vissu embætti, sem hefði ve,rið hér til umræðu fyrir fáum dögum. En það flaut ekki fyrir minn atbeina út úr þessari deild, og má það svo vera útrætt.

Hv. þm. Rang. var með allmikla mælgi út af frv. mínu um landhelgisgæzlu. Ég ætla nú ekki að hefja deilur um það, en vil aðeins geta þess, hvernig þessi hv. þm. og n., sem hann átti sæti í, tók í þetta. Hún taldi ekki ólíklegt, að æskilegt væri, að þessi störf væru falin sérstakri stofnun, þótt það yrði ekki gert þegar. Ég lýk svo máli mínu, en get ekki verið áður umræddu frv. samþ.