12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 676 í B-deild Alþingistíðinda. (794)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Helgi Jónasson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð viðvíkjandi ummælum hv. þm. N.-Ísf. um, að ég hefði verið hlynntur till. hans um landhelgisgæzlu. En sannleikurinn er sá, að enginn var með þessu, en till. var þó kurteislega afgreidd eins og önnur mál, en henni var gjörbreytt, og er það að vísu gott, hvað hv. þm. er nægjusamur.