12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (797)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Páll Zóphóníasson:

Ég ætla aðeins að benda hv. þm. N.-Ísf. á það, að það hefur þegar verið settur kennari í þessu við háskólann. Hann á bara í raun og veru að skipta um nafn og kallast prófessor og er um leið skyldaður til þess að vera framkvæmdastjóri manneldisráðs og kennari við Hjúkrunarkvennaskóla Íslands, svo að hér er meir um formsbreytingu að ræða á embættum, sem þegar eru til, en um stofnun nýs embættis.