12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 677 í B-deild Alþingistíðinda. (798)

164. mál, prófessorsembætti í heilbrigðisfræði

Sveinbjörn Högnason:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt athugasemd. Hv. 11. landsk., frsm. n., sagði, eins og ég bjóst við, að hann vissi ekki neitt um það, hvað væru dauð og hvað væru lifandi fræði í þessum efnum. Og eins og ég hef áður sagt, þá veit ég, að það þýðir ekki að tala við þá menn um andleg efni, sem þessa trú hafa tekið, sem hv. 11. landsk. hefur. Og þetta staðfestir hann svo fullkomlega, með því að hann segir, að við verðum aldrei sammála. Það er með þennan hv. þm. eins og þann, sem sagði: „Ég er ekki kominn hingað til þess að láta sannfærast.“ (STh: Nei, ekki af síra Sveinbirni.)