12.01.1945
Neðri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 684 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

217. mál, skipun læknishéraða

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Fundarhlé var gefið áðan um stund, til þess að heilbr.- og félmn. gæti rætt þessa brtt. N. hefur ekki orðið á eitt sátt um afstöðu til þessarar brtt., og hafa því nm. frjálsar hendur um hana.

Ég skal taka það fram, að ég vil alls ekki ræða hér till. hv. 3. þm. Reykv. um skiptingu læknishéraðs í Reykjavík. Mér virðist hv. þm. hafa talsvert til síns máls. Hins vegar hafa þeir aðilar, sem sérstaklega eiga að hafa fyrirsvar um þetta, landlæknir og héraðslæknir hér, heldur lagt á móti samþykkt hennar á þessu stigi málsins. En n. hefur enga sérstaka till. að gera um þetta.