17.11.1944
Neðri deild: 76. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í B-deild Alþingistíðinda. (847)

120. mál, fólksflutningur með bifreiðum

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Herra forseti. — Frv. það, sem hér liggur fyrir, er stjfrv., og eins og hv. þdm. sjá, er það sniðið nokkuð eftir því, sem bæði l. um skipulag á fólksflutningum með bifreiðum frá 1935 og 1936 segja til, og einnig eftir framkomnum aths. og till., sem ýmsir hv. þm. þekkja, en á sínum tíma komu fram við ákveðna breyt., sem var aðeins um eitt einasta atriði, á fyrra ári, viðvíkjandi þessum flutningum. En þær till. til breyt., sem fram hafa komið frá aðilum utan þings, eru helztar þær, sem póst- og símamálastjórnin hefur borið fram, og svo annars vegar skipulagsnefnd fólksflutninga. Þessi skipulagsn. fólksflutninga er ákveðin samkv. l. og hefur starfað allan tímann síðan sérleyfi á fólksflutningum komu til framkvæmda. Hún hefur verið þannig skipuð þessi n., að bæði hefur ríkisvaldið átt í henni aðila, og í raun og veru skipað hana, og svo hafa aðrir átt þar sína fulltrúa, og er þar fyrst að nefna sérleyfishafa svo nefnda.

Nú hefur þótt nauðsynlegt að breyta þessum l. gagngert, og er það innifalið í þessu frv. Er hér gert ráð fyrir, að úr gildi séu numin öll ákvæði, sem áður gilda, fyrir utan reglugerð o.þ.h., sem eru l. nr. 62 28. janúar 1935 og l., sem breyta þeim á ýmsa lund, nr. 36 1. febr. 1936.

Samgmn. þessarar hv. d. hefur nú haft þetta mál alllengi til meðferðar. Og þótt hún á fyrra ári leitaði umsagnar og fengi góðar grg. og mjög rækileg álit frá þessum tveimur höfuðaðilum, þá vildi hún um þetta frv. enn leita álits þessara sömu stofnana. Og eins og greinir í nál., þá hefur póst- og símamálastjóri sent sitt álit á frv., sem mikið víkur að því sama og í fyrra, að því tilbættu. að mikið af hans till. þá var tekið upp í frv., eins og það liggur fyrir og kom frá ríkisstjórninni. En skipulagsnefnd fólksflutninga hefur aðeins vísað til sinna till., sem hafa legið fyrir frá fyrra ári. En nú er einnig kominn, má segja, þriðji aðilinn til, sem er félag allra sérleyfishafa landsins, sem óskaði eftir að fá að láta sitt álit í ljós, sem það hefur gert með grg., sem n. hefur einnig meðtekið.

Mikið hnígur þetta allt, fyrr og síðar, að hinu sama, og hafa bæði frv. og samgmn. tekið þetta í heild upp, að svo miklu leyti sem henni hefur virzt rétt við grandgæfilegan samanburð á l. og till. þessum — og einnig samkv. umsögn um það, hvernig þessi mál hafa verið rekin —, og má segja, að frv., með þeim breyt., sem lagt er til í nál., að á því verði gerðar, sé orðið þannig úr garði gert, sem vel mætti við hlíta næstu ár að fenginni þessari reynslu. Skal þó undan tekið það, sem greinir á um, og er það eina atriðið, sem verulegur ágreiningur er um milli annars vegar frv., eins og það liggur fyrir, og hins vegar póst- og símamálastjóra og þar með meiri hl. samgmn. Minni hl. n., sem þó telur sig ekki reglulegan minni hl., þ.e. einn hv. nefndarmaður, þm. V.-Sk., hefur skrifað undir nál. með fyrirvara og mun væntanlega gera grein fyrir því. Hann fellir sig betur við og fellst á það ákvæði, sem frv. sjálft inni heldur í 7. gr. En 7. gr. frv. er nýmæli, og segir þar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Ráðuneytið getur falið ákveðinni stofnun að hafa með höndum yfirumsjón og eftirlit með fólksflutningum í bifreiðum, er sérleyfi og undanþágu þarf fyrir,“ o.s.frv.

Nú er málið þannig vaxið, eins og allir, sem komið hafa nærri þessum efnum, vita, að póst- og símamálastjórnin hefur einmitt haft þessa yfirumsjón og meðgerð með þessa flutninga, má segja, í umboði ríkisvaldsins. Og þótt ýmislegt megi finna að ráðstöfunum í þessum flutningum, eins og þeir koma fram úti um héruðin, þá býst ég við, að mest af því liggi í því, hvernig ástatt er um þessa flutninga og um sambönd og samgöngur í héruðum, sem við hefur orðið að hlíta, en stafi ekki af því, að það hafi orðið svo mjög áfátt í yfirstjórn þessara mála hjá póststjórninni. Því að í raun og veru kemur símastjórnin hér ekkert við mál. En póststjórnin hefur haft þessi mál með höndum og hefur að mínum dómi og að dómi meiri hl. samgmn. farið þannig með málin, að það er ekki sýnt, að bætt verði að neinu leyti úr, nema síður skyldi á ýmsa lund, þótt sérstök stofnun væri sett á fót til þess að hafa þetta með höndum. Nú er það líka að segja og greina, sem öllum hv. þm. ævinlega er minnisstætt við slík efni, að að vonum eru menn ófúsir til þess að koma á fót nýjum, sérstökum stofnunum, sem þá kosta miklu meira heldur en það, sem fyrir var, ef einhverjir aðilar eða stofnanir eru fyrir, sem hafa annazt um það, sem um er að ræða, haft umsjón, og að sumu leyti gert það þannig, að ekki verður á kosið betra, þótt ýmislegt megi að finna. Nú vil ég ekki segja, að þetta sé fullkomið hjá póststjórninni. En málið er tvíþætt. Mikið af þeim ráðstöfunum, sem hér þarf að gera, og þeirri samræmingu, sem nauðsynleg er í þessum efnum, áhrærir póstflutning, sem er frá sjónarmiði þess opinbera eitt höfuðatriði í slíkum samskiptum. Enda hefur það verið gert að skyldu sérleyfisbifreiðum öllum að taka póst að vissu marki, algerlega fyrir ekki neitt, og sérstaklega falin ábyrgð í því sambandi, og hefur sú ábyrgð verið sett á þessar ferðir að annast um þessa póstflutninga, — með því líka, að þrátt fyrir allt eru það öruggustu ferðirnar og tíðustu, sem út í héruðin ganga reglulega.

En það, sem nýjast er til komið í þessum málum, er það, að mþn. hefur nú starfað í málinu. Og álit þessarar mþn. er nú komið, sem hefur starfað án sambands við samgmn. Nd. né heldur beinlínis í sambandi við ríkisstjórnina um þetta efni. En í áliti þessarar mþn. kemur það beinlinis fram, að það er ætlazt til þess, að póststjórnin hafi áfram með höndum yfirstjórn og umsjón fyrir hönd ríkisvaldsins með sérleyfisferðunum. Og þessi mþn. var skipuð, eins og hv. þm. vita, þannig, að fullt tillit átti að vera tekið til þeirra óska, sem fram kæmu í héruðunum, enda gerði hún sér ekki aðeins far um að afla sér gagna og upplýsinga þaðan, heldur starfaði hún í samráði við póststjórnina að því leyti, að hún hafði fyrir sér allar ráðstafanir og till. til breyt., sem hjá póststjórninni lágu fyrir.

Þegar þetta bætist við hitt, að meiri hl. samgmn. telur það bezt farið enn um sinn, að póststjórnin hafi þessa yfirstjórn og að öðru leyti haldist þessi skipulagsnefnd fólksflutninga, sem grundvölluð er á því, að það fari bezt, þá tel ég, að ekki verði hjá því komizt að taka það tillit til reynslunnar og þeirrar n., sem hefur haft með að gera þessi mál, að álykta, að þessum málum muni verða bezt borgið á þennan hátt.

Ég tel og sjálfur persónulega, að engin ástæða sé til þess. að sett sé á fót ný stofnun fyrir þetta, heldur skuli þetta vera eins og það er, það muni ódýrast, aðgengilegast og öruggast.

Þetta er sú eina breyt., sem segja má, að hafi orkað nokkuð því, að n. gat ekki einhuga gert sínar till. Hitt voru smáatriði, sem sitt sýndist hverjum um á tímabili í n., en menn sameinuðust um að gera þau atriði ekki að sundurþykkjuatriðum, heldur lögðu til í n., að svo háttuð yrði breyt. á frv. eins og lagt er til á þskj. 458. Og er þá fyrst á því þskj. lagt til, að síðasta málsgr. 1. gr. frv. falli niður. En þessi síðasta mgr. 1. gr. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta: „Að jafnaði skal aðeins veita eitt sérleyfi á hverri sérleyfisleið.“ Það má segja, að það mundi vexa saklaust í sjálfu sér, hvort þetta ákvæði stæði eða ekki. En þeim, sem mest hafa um þetta fjallað, sýndist nú, að það væri rétt, að þetta væri ekki einskorðað á þennan hátt og að það skyldi ekki orða það svo, að það skuli jafnan veita eitt sérleyfi á hverri sérleyfisleið, heldur muni heppilegra, — og það álíta sérleyfishafar sjálfir —, að ákvörðunin eigi ekki að vera eins. einstrengingsleg og þetta. Því að þótt þarna standi „að jafnaði“, þá þýðir það í raun og veru: nær ávallt; sem sé, að hitt séu undantekningar, sem ekki er að jafnaði. — En samkomulag hefur orðið um, að í staðinn fyrir þessi orð í síðustu málsgr. 1. gr. komi ný málsgr. um, að sýslu- eða sveitarfélög skuli að öðru jöfnu hafa forgangsrétt til. sérleyfa. Það mun að vísu svo nú, að fæstum sýslueða sveitarfélögum mun þykja þetta mikils virði. Þó kom það fram í n., að það mundi vera ákjósanlegt að hafa þetta ákvæði til frambúðar, til þess að ef sýslu- eða sveitarfélög vildu taka sérleyfin á viðkomandi svæðum, þá stæðu þau ekki, aðeins jafnt að vígi um að fá það, heldur hefðu beinlínis forgangsrétt til þess að öðru jöfnu, þ.e.a.s. ef þau uppfylla lagaleg skilyrði, en þó skuli þeim ekki ívilnað að öðru leyti í þessum efnum.

Við 2. gr. taldi n. rétt að bera fram brtt. um það, að nokkur tilflutningur ætti sér stað á nefndarmönnum sérleyfisnefndar eða skipulagsn. fólksflutninga. Eins og lagaákvæðin hafa verið, var það 6 manna nefnd, og þá gilti kjör þeirra til eins árs. Samgmn. leggur hér til, í raun og veru í samræmi við stjfrv., að þetta skuli vera 5 manna nefnd og að kjör hennar skuli til þriggja ára. Því að, eins og í 3. gr. frv. segir, þá er sérleyfistíminn lengdur upp í þrjú ár. Samgmn. leggur til, að nefndarskipuninni sé breytt þannig, að í staðinn fyrir það, að í frv. er kveðið svo á, að atvmrh. skipi tvo menn í n., þá sé nægilegt, að atvmrh. skipi einn mann í n., en aðrir aðilar, sem eðlilegt sé, að hafi þarna hönd í bagga með, kjósi hina, og að sérleyfishafar kjósi tvo, í staðinn fyrir þrjá, sem áður var, og það sé nægilegt. En n. leggur til, að auk Alþýðusambands Íslands, sem ætlað er að tilnefna einn mann, komi annar aðili, sem sé Búnaðarfélag Íslands, sem tilnefni einn mann í n. Og þá má segja, að fært sé úr einum vasanum í hinn, þannig, að Búnaðarfél. Ísl. taki við útnefningu eins mannsins, en ráðuneytið hafi tilnefningu eins manns í n., með því líka, að þessi aðili, Búnaðarfélag Íslands, hefur orðið að vera eins konar fulltrúi héraðanna í ýmsum efnum. Og sannarlega eiga héruðin úti um landið mest undir þessum ferðum og miklu meira heldur en nokkurn tíma Alþýðusamband Íslands, ef farið væri í nokkurn jöfnuð um það. — Þessu telur n. bezt til hagað á þennan hátt, og býst ég við, að hv. þdm. fallist á það.

Þá hefur 6. gr. frv. það ákvæði, og er gerð grein fyrir því, að gjald það, sem sérleyfishafar skuli nú greiða og hafa að vissu leyti áður goldið, þótt ekki hafi það verið lögfest í þessum l., verði, eins og stendur í frv., 10% af andvirði afhentra farmiða. Nefndin leggur til, að þetta verði 7%. Gjaldið var áður 5%, sem rann til ferðaskrifstofunnar, sem aðrar reglur giltu um. Síðan hún lagðist niður, hefur þetta gjald verið notað í þarfir líkrar starfsemi, þ.e.a.s. til þess að hlynna að stofnun og rekstri gistihúsa og ferðamannahæla víðs vegar um landið. Nú er til þess ætlazt í frv., og lætur n. það halda sér, að þessu gjaldi megir verja til annars en þess, sem sé byggingar afgreiðslustöðva fyrir sérleyfisbifreiðar o.fl.

N. telur, að það sé ekki rétt að gera helmings hækkun eða tvöfalda gjaldið þegar í stað, með því líka, að hún hefur í 7. gr. ætlazt til, að ekki þurfi að koma til ný stofnun, er kostnaður hlytist af, heldur hafi póststj. þetta eftirlit með höndum, eins og verið hefur. Ég býst og við, að það sæti ekki neinni undrun hér í hv. d., þó að þetta sé lagt til. Í rauninni hafa hv. þm. ekki haft grein á því áður, sem ekki er að undra, — hvorki til né frá um þetta gjald, en það hefur verið til, 5 af hundraði, og það hefur runnið til ákveðinna ráðstafana, en yrði nú lögfest hér með 7 af hundraði, og mætti þá nota það til eins eða annars, sem hentugt þætti. Þetta gjald mun hafa numið allmiklu, allt að 100–150 þús. kr. Hér stendur í aths. við 6. gr., að það nemi rúml. 100 þús. kr., en það mun þó vera nær 150 þús. Með þessari hækkun mundi bætast allveruleg upphæð við þá fúlgu.

Þá er að lokum það atriðið, sem einn hv. nm. hefur ekki verið alls kostar ánægður með, svo að hann hefur skrifað undir nál. með fyrirvara. Þetta er það atriðið, er lagt er til, að 7. gr. orðist svo, að ráðuneytið geti falið póststj. að hafa með höndum yfirumsjón og eftirlit með fólksflutningum í bifreiðum, er sérleyfi og undanþágu þarf fyrir, og kemur þetta í stað allrar 7. gr., en annar málsliður gr. fellur niður. — Þetta er það, sem máli skiptir um breyt. þær, sem samgmn. hefur lagt til, að gerðar yrðu, og vænti ég, að þessar brtt. verði samþ. og málið fái skjóta afgreiðslu og greiðan framgang af hálfu hins háa Alþ.