15.01.1945
Efri deild: 102. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (869)

120. mál, fólksflutningur með bifreiðum

Frsm. (Gísli Jónsson):

Út af ræðu hæstv. samgmrh. vil ég segja, að ég get ekki verið honum samdóma um, að fella beri tvær síðari brtt. Ég tel, að með 1. gr. sé ráðuneytinu veitt mjög mikið vald, svo að með orðunum „yfirumsjón og eftirlit“ sé aðeins átt við framkvæmd þess valds að allmiklu leyti, og það var sú framkvæmd, sem eðlilegast þótti að fela póststjórninni, en yfirráðin eru í höndum ráðuneytisins. Reglugerð um framkvæmdina setur ráðherra. Ég teldi það mjög til hins verra, ef minnkuð væru þau ítök, sem póststjórninni eru ætluð í umsjón þessara mála, og það af mörgum ástæðum. Brtt. n. voru fluttar að vel athuguðu máli, og ég mæli fastlega með, að þær verði samþ.