16.01.1945
Efri deild: 103. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 712 í B-deild Alþingistíðinda. (912)

179. mál, skemmtanaskattur

Frsm. (Lárus Jóhannesson):

Frv. þetta er fram komið að tilhlutun ríkisstj. og fer fram á heimild fyrir hana til að innheimta skemmtanaskatt með viðauka árið 1945.

Fjhn. hefur orðið sammála um að skjóta inn einu orði, af því að frv. var ekki afgr. fyrir áramót. Leggur hún til, að á milli orðanna „skal“ og „árið“ komi: allt.

N. er sammála um, að þetta sé sjálfsagður skattstofn, og leggur til, að frv. verði samþykkt.