12.01.1945
Neðri deild: 104. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (988)

84. mál, kjör forseta Íslands

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. — Ég hafði alls ekki búizt við því, að frv, þetta yrði tekið nú á dagskrá. Bið ég hæstv. forseta að taka það af dagskrá, vegna þess að það mun þurfa að bera fram brtt. við frv., enda get ég ekki séð, að þessu máli liggi svo mjög á, að ekki sé nægur tími til að afgreiða það, þó að það fái athugun. Forseti tók málið af dagskrá.