26.04.1946
Efri deild: 114. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 854 í B-deild Alþingistíðinda. (1003)

7. mál, skipakaup ríkisins

Frsm. (Ásmundur Sigurðsson) :

Herra forseti. Ég held, að ég haldi mig við það, sem ég sagði áðan, að þótt það kunni að koma aðeins fyrir, að brbl. sé breytt, muni það vera sjaldgæft og í það minnsta fremur vera talið vantraust á þá aðila, sem hlut eiga að máli. Ég held, að hv. 1. þm. Eyf. mundi telja það, ef hann stæði að þeirri ríkisstj., sem þannig væri ástatt með.

Annars var fátt, sem kom fram í ræðu hans, sem ástæða er til að deila um.

Hv. 1. þm. Eyf. vildi segja, að það hefði alls ekki komið til orða í n., að það þyrfti að halda þessari lánsheimild, vegna þess að ef til vill yrðu byggð fleiri skip. Ég tók það ekki fram, að það hefði komið fram í n., en að það væri ósk ráðh.

En að fara að dæma um það, að þetta þ. væri svo lélegt í alla staði, að það stæði alveg á sama, hvort það hefði staðið í einn dag eða ekki, það mun flestum þykja nokkuð miklar fullyrðingar, eða það, hvort það hefði afgr. þau mál, sem séu afgr., eða ekki. Ég ætla ekki að fara að deila um það nú.