06.11.1945
Neðri deild: 23. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 861 í B-deild Alþingistíðinda. (1045)

73. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð

Fjmrh. (Pétur Magnússon) :

Ég get ekki gefið hv. þm. neina tryggingu fyrir, að það frv., sem væntanlega verður lagt fram seinni part þessarar viku, verði orðið að l. 1. des., en ekkert bendir til, að um það verði ágreiningur í þ., og innan n. hefur ekki verið teljandi ágreiningur nema um, á hvern hátt n., sem á að fara með þessi mál, skuli verða skipuð, og þetta er ekki það höfuðatriði, að maður geti hugsað sér, að þ. þurfi að sitja margar vikur við að velta fyrir sér, með hvaða hætti velja skuli menn í þessa n. Mér sýnist því, að allar skynsamlegar ástæður bendi til þess, að hægt verði að fá l. afgr. fyrir 1. næsta mánaðar. Ég skal annars láta þess getið, að upphaflega var gert ráð fyrir mánaðarframlengingu á l., en svo þótti að athuguðu máli eðlilegast að láta l. koma í gildi um mánaðamót. Hv. þm. verður að hafa á þessu þá skoðun, sem hann álítur skynsamlegasta. En ef ekki tekst að fá 1. afgr. fyrir mánaðamót, þá verður að grípa til þess, þó að leiðinlegt sé, að framlengja l. á ný einhvern stuttan tíma.