15.11.1945
Efri deild: 31. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í B-deild Alþingistíðinda. (1096)

44. mál, sláturfélag Skagfirðinga

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að gera hér ofurlitla fyrirspurn til hv. frsm. Hvernig er hugsað að fara með þann mismun, sem kynni að koma fram milli bókaðrar stofnbréfaeignarupphæðar og þess, sem framvísað væri af stofnbréfum félagsins við innköllun. Ég sé ekki við fljótan yfirlestur, að í frv. sé gert ráð fyrir því, hver eigi að eignast þann mismun, sem þarna kynni að skapast, ef öll bréfin kæmu ekki fram, því að það er hugsanlegt, að eitthvað af bréfunum sé glatað og komi ekki fram við innköllun.