29.10.1945
Efri deild: 17. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 875 í B-deild Alþingistíðinda. (1106)

10. mál, jarðræktarlög

Páll Hermannsson:

Herra forseti. Ég hef skrifað undir þetta nál. með fyrirvara, og vil ég gera grein fyrir, af hvaða sökum.

Um sjálfa 17. gr. jarðræktarl. þarf ekki að ræða, enda ekki ágreiningur um hana í seinni tíð, eftir að stríðsins fór að gæta. Jarðarverð hefur margfaldazt og ákvæði þessarar gr. hafa ekki náð tilgangi síntum. Þess vegna vil ég ekki leggja neitt kapp á að halda í þessa gr., en ég hefði kosið, að ef þessi ákvæði og fleiri hliðstæð yrðu úr gildi numin, þá kæmu önnur í staðinn, sem reynast mundu haldbetri. Nú þótt engin slík ákvæði séu fram komin, þá vil ég ekki láta það standa í vegi fyrir, að þessi gr. sé úr gildi felld og önnur hliðstæð ákvæði í I. um byggingar og landnámssjóð. Fyrirvari minn gildir fyrst og fremst um það, að þessi tvenn sams konar ákvæði verði látin fylgjast að. Ég teldi heppilegast, að þetta væri í einu og sama frv., en þar sem ég þykist sjá fram á, að svo muni fara, að bæði ákvæðin verði úr gildi felld, mun ég fylgja þessu frv.