09.11.1945
Efri deild: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 884 í B-deild Alþingistíðinda. (1131)

10. mál, jarðræktarlög

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Herra forseti. Landbn. tók þetta frv. til athugunar eftir frestun málsins hér í hv. d. og athugaði það ásamt brtt., sem þá lágu fyrir. Í n. varð ekki samkomulag um að senda neitt samhljóða álit frá n. í heild, en ég geri ráð fyrir því, að hv. þm. Barð. muni taka aftur sína brtt. En svo kom fram upp úr þessu skrafi n. brtt. frá hv. 2. þm. Árn. (EE), og ég verð að segja það sem mína skoðun á þeirri brtt., að hún er að vísu hér um bil alveg efnislega eins og brtt., sem einnig liggur fyrir við frv. frá hv. 1. þm. N.-M. (PHerm). Síðari brtt., frá hv. 2. þm. Árn., gengur þó heldur lengra, og það, sem sérstaklega er hennar kostur, er það, að hún er sett við aðra gr., og verður miklu áferðarbetra að hafa hana þar, ef frv. verður að l., heldur en við þá gr., sem brtt. hv. 1. þm. N.-M. er stíluð við. Þess vegna mun ég greiða atkv. á móti brtt. hv. 1. þm. N: M., en með brtt. frá hv. 2, þm. Arn., vegna þess að bæði nær hin síðar talda nokkru lengra og um leið fer betur að hafa breyt. á l. þar, sem hv. 2. þm. Árn. leggur til, að hún komi inn í l.