09.11.1945
Efri deild: 26. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 885 í B-deild Alþingistíðinda. (1133)

10. mál, jarðræktarlög

Hermann Jónasson:

Ég ætla að segja já, því að eins og ég sagði áðan, er sama, hvor till. er samþ., en mér er sérstök ánægja að því, að fyrrv. kollega minn fái sína gr. samþ.

Frv., svo breytt, samþ. með 8:3 atkv., að viðhöfðu nafnakalli, og sögðu

já: GJ, HermJ, IngP, MJ, PHerm, PM, ÞÞ, EE,

nei: HG, BrB, StgrA.

BSt greiddi ekki atkv.

5 þm. (GÍG, JJ, KA, LJóh, BBen) fjarstaddir. Frv. afgr. til Nd.