28.11.1945
Efri deild: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 889 í B-deild Alþingistíðinda. (1154)

123. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð (heildarlög)

Gísli Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins spyrja hæstv. viðskmrh., hvort hann hefði nokkuð á móti því, að gerð væri breyt. við annan lið 4 gr. frv., þannig að bankarnir fengju skipt jafnt á milli sín gjaldeyrinum, sem þeir kaupa. Það hefur verið nokkur reipdráttur á milli bankanna um þetta. Ég sé ekki, hvaða ástæða er til þess, að Útvegsbankinn, sem hefur haft meginhlutann af gjaldeyrisinnflutningnum, eigi að sitja við lakari skilyrði en þjóðbankinn.

Að öðru leyti skal ég ekki fara út í frv. sjálft. En ég vildi spyrja, hvernig stendur á því á bls. 4 í aths. um frv. í nál., að vísað er þar til 8. gr. frv. og sagt, að á þann hátt vilji n. tryggja, að endurskoðun laganna fari fram innan eins árs. (Fjmrh.: Þetta á við 9. gr., en hér er prentvilla, 8. í stað 9.).