28.11.1945
Efri deild: 39. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 890 í B-deild Alþingistíðinda. (1158)

123. mál, innflutningur og gjaldeyrismeðferð (heildarlög)

Frsm. (Magnús Jónsson) :

Út af þessari till. um að vísa frv. til fjhn., spyr ég hæstv. forseta að því, hvort hann mundi gefa tíma til þess, að nefndarfundur yrði haldinn. Það er augljóst, að ef n. á að gefa út álit og e. t, v. brtt., þá verður hún að hafa fund um málið nú þegar, ef það álit á að geta legið fyrir fundi á morgun. Ef á að halda áfram fundi nú, verður þetta mjög erfitt fyrir n., hins vegar skal ég hafa fund í fjhn. nú þegar að þessum fundi loknum, ef honum lýkur fljótt.