04.12.1945
Efri deild: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 910 í B-deild Alþingistíðinda. (1208)

22. mál, sýsluvegasjóðir

Samgmrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Þegar þetta mál var hér síðast til umr., vakti ég máls á því, að ekki væru aðeins hækkuð þau gjöld, sem ríkissjóður ætti að leggja til sýsluvega, heldur einnig það gjald, sem ríkissjóður ætti að greiða á móti til þessara héraða.. Einnig vakti ég máls á því, að nú þegar á þessu þingi kæmu fram tvö frv. um það að taka ákveðna vegi upp í þjóðvegatölu. Allt þetta leiddi af sér aukin gjöld fyrir ríkissjóð til þessara vega, en þó nokkuð sitt í hvora áttina, annars vegar framlag ríkissjóðs til héraðanna og hins vegar aukin útgjöld af hálfu ríkisins. Ég óskaði, að þetta yrði athugað í samgmn., hvort rétt væri að samþ. frv. þannig eða gera á pví skynsamlegar breytingar. Hv. form. n. hefur nú skýrt frá því, að n. telji rétt að samþ. frv. óbreytt, enda hefur hann rætt um það við mig og gefið í skyn, að mínna mupdi þá verða sótt á að koma vegum í þjóðvegatölu. Ég hafði kosið heldur, að þessu yrði eitthvað breytt, en með hliðsjón af því, sem hv. form. samgmn. þessarar d. hefur sagt, mun ég ekki setja mig á móti frv. Ég vísa einnig til umsagnar vegamálastjóra, þar sem hann fellst á þetta í trausti þess, að kröfunum fækki um, að nýir vegir verði teknir upp í þjóðvegatölu. Í trausti þess, að frv. þetta miði að því, að ekki verði þjóðvegatölu fjölgað til muna nema sérstök efni standi til, mun ég ekki mæla á móti frv.