26.04.1946
Neðri deild: 123. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2165 í B-deild Alþingistíðinda. (122)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Eysteinn Jónsson:

Ég vildi einungis segja það viðvíkjandi ummælum hæstv. forsrh. um, að ég héldi, að ekki væri hægt að ljúka ræktunarsjóðsmálinu án minnar aðstoðar, að það er fullkominn misskilningur, að ég hafi haldið þessu fram, enda liggur ekkert fyrir um, að ég geti ekki verið viðstaddur. En ef ljúka á þinginu fyrir páska, þá er undir hælinn lagt, að málið fái afgreiðslu.