27.04.1946
Sameinað þing: 41. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2165 í B-deild Alþingistíðinda. (123)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Pétur Ottesen.:

Ég vildi nota þetta tækifæri til að spyrjast fyrir um mál, sem ég hef flutt hér, en ekki hafa verið tekin á dagskrá, og önnur, sem hafa verið tekin af dagskrá eða vísað til n. og horfið þar. Það er fyrst að nefna till. til þál. um síldveiðitilraunir á þskj. 693. Í öðru lagi um réttindi Íslendinga á Grænlandi, sem er mjög merkilegt stórmál. Í þriðja lagi till. til þál. um eftirlit með framkvæmd laga um fiskveiðar, fram borin vegna eindreginna óska sjávarútvegsmanna. Í fjórða lagi till. til þál. um endurgreiðslu á aðflutningsgjöldum. — Ég vildi nú spyrja, hverju slík meðferð mála sætir. Mér finnst þetta næsta einkennilegt fyrirkomulag í landi, sem byggir á grundvelli lýðræðis og þingræðis, því að ef slíkt á að viðhafa sem hér hefur verið gert, þá er báðum þessum hyrningarsteinum kippt undan og sú hugsjón, sem er að baki þessara hugtaka, fótum troðin.