29.04.1946
Sameinað þing: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2166 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Steingrímur Aðalsteinsson:

Í tilefni af fyrirspurn hv. 2. þm. Reykv. vil ég skýra frá því, að Ed. hefur borizt umrætt frv. eftir að því var breytt í Nd. Ég sem forseti Ed. boðaði til fundar kl. 1, og eftir upplýsingum frá skrifstofunni, sem sá um fundarboðun, höfðu allir hv. dm. verið boðaðir. En á fundinum mættu ekki samkv. nafnakalli aðrir en þeir, sem nú skal greint: Hæstv. menntmrh. (BrB), hv. 7. landsk. (ÁS), hv. 1. þm. Eyf .(BSt), hv. 1. þm. N.-M. (PHerm), hv. 2. þm. Árn. (EE) og forseti d. (StgrA). Þar sem ekki mættu fleiri dm., fékkst málið ekki afgr., og þess vegna hefur frv. ekki borizt Sþ. eða fengið frekari afgreiðslu, síðan það var afgr. frá Nd.