06.12.1945
Efri deild: 46. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 934 í B-deild Alþingistíðinda. (1295)

64. mál, ábúðarlög

Frsm. (Eiríkur Einarsson) :

Herra forseti. Eins og ráð var fyrir gert síðast er frv. þetta var hér til umræðu, tók landbn. málið til athugunar milli funda vegna orða þeirra, sem féllu á síðasta fundi hér í d., þegar mál þetta var rætt. Ég lét þá svo um mælt vegna aths., sem frarn komu, að ég væri fremur hlynntur málskotsréttarákvæðinu. N. komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum, að hún sæi sér ekki fært að hreyfa við málskotsákvæðinu og yrði að láta sitja við það ákvæði ábúðarlaganna. Frá minni hálfu kom það fram á fundinum, að ef einhver dm. vildi koma fram með málskotsréttarákvæðið, vildi ég hafa óbundnar hendur um atkvgr. Að öðru leyti fékk þetta ekki undirtektir á fundinum.

Um fyrirspurn hv. þm. Barð. á síðasta fundi, um það, að hve miklu leyti jarðeignir ríkisins kæmu hér til greina, þá sá n. ekki ástæðu til að leita upplýsinga um það efni. Taldi n. eðlilegt, að sama gengi yfir hið opinbera og yfir einstaklinga, þegar um væri að ræða byggingu á jörðum.

Ég get fallizt á, að frv. verði samþ. að því athuguðu, sem ég hef tekið fram.