29.04.1946
Sameinað þing: 44. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 2167 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. Þar sem ekki hefur tekizt að ljúka umr. um till. um björgunarskútu Vestfjarða, sem meiri hl. samgmn. lagði til, að samþ. yrði, þá leyfi ég mér að beina þeirri fyrirspurn til hæstv. fjmrh., hvort hann vildi ekki gefa yfirlýsingu um það, að hæstv. ríkisstj. vildi leggja fram nauðsynlegt framlag til björgunarskútunnar á þessu ári og fullnægja samningnum, sem gerður hefur verið við slysavarnarsveitirnar á Vestfjörðum um málið. Ég óska eftir yfirlýsingu hæstv. ráðh. um þetta mál vegna þess, að ég hygg, að samþykkt fyrrgreindrar till. hefði verið örugg, ef tími hefði unnizt til afgreiðslu hennar.