17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1524)

148. mál, nýbyggingarráð

Ásgeir Ásgeirsson:

Ef hv. þm. V.-Sk. hefði verið í fjhn., hefði hann kannske haft ástæðu til að segja það, sem hann sagði nú. En þar sem hann er ekki í fjhn., og þeir hv. þm. úr fjhn., sem viðstaddir eru hér, hafa ekki séð ástæðu til að flytja ræðu eins og þá, er hann flutti, þá er þessi framkoma óþörf af honum. Hv. þm. V.-Sk. er kunnugt um, að lagabálkar eru bornir fram eða frv. um þá af nefndum, án þess að nm. lesi þau frv. áður. Hér er líka tekið fram, að nm. hafa óbundin atkv. um frv.

Hitt er svo annað atriði, sem ég legg ekki áherzlu á, hvort málinu er frestað nú. En ég tel það engan skaða, að málið verði afgr. á þessum fundi frá þessari umr. Það er bert, að meiri hl. fjhnmanna, ef ekki þeir allir, sem viðstaddir eru á þessum fundi, hafa ekkert á móti því, að þetta mál sé borið fram í sínu nafni, með því skilyrði, að þeir séu að öllu leyti óbundnir um afstöðu til frv.