17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1525)

148. mál, nýbyggingarráð

Ingólfur Jónsson:

Herra forseti. Ég vildi lýsa yfir, að ég fyrir mitt leyti hef ekkert á móti því, að þessari 1. umr. málsins verði lokið nú og málinu vísað til n. Ég sé enga ástæðu til þess að fresta umr. málsins, enda þótt þessi háttur hafi verið á hafður að bera frv. fram í nafni n., án þess að haldinn hafi verið fundur í n. um það. En það er tekið fram í upphafi grg., sem fylgir frv., að nm. hafi um það óbundnar hendur. Nm. munu því taka afstöðu til frv. á næsta fundi, er málið liggur fyrir, Og ég skil ekki, hvers vegna er verið að koma hér með úlfaþyt út af flutningi þessa máls, og farið er fram á, að umr. um málið verði frestað. Afstaða hv. þm. kemur bert í ljós í umr. um frv. nú, og fjhn. tekur afstöðu til frv. á fundi, sem haldinn verður um þetta mál. Og það að fá þessari umr. frestað, sé ég ekki, að hafi neina praktiska þýðingu, ekki einu sinni sinni fyrir þá, sem kynnu að verða á móti frv. Því að tækifæri verður til að leggja orð í belg um frv., eftir að málið hefur verið tekið formlega til athugunar af n.