17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í B-deild Alþingistíðinda. (1527)

148. mál, nýbyggingarráð

Skúli Guðmundsson:

Það hefur verið upplýst, að það sé nú dálítið öðruvísi en venjulegt er um flutning þessa máls. Og af því að ég hef í dag verið bundinn við umr. um önnur mál, skal ég ekkert um það segja, hvort ég vil gerast flm. þessa frv., sem rætt hefur verið um hér, eftir að hafa kynnt mér það. En að svo stöddu vil ég vera laus við að flytja það. Því að það hefur verið venja undanfarið, ef komið hefur verið með mál til n., að nm. hafa haft tækifæri til að kynna sér málin, áður en þeir hafa gerzt flm. að þeim. Og ég mælist til þess við hæstv. forseta, að málinu verði ekki fram haldið sem fluttu af allri fjhn. a. m. k., fyrr en mér gefst tækifæri til að athuga það nánar.