17.12.1945
Neðri deild: 55. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 972 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

148. mál, nýbyggingarráð

Forseti (GÞ):

Ég verð að telja, eftir þeim upplýsingum, sem hér hafa fengizt, að það muni ekki vera óalgengt, að n. séu send frv., sem þær bera svo fram f. h. ríkisstj., þó að nm. hafi óbundnar hendur um þau.

Það er líka yfirlýst, að fjórir af fimm hv. fjhnmönnum þessarar hv. d. eru samþykkir því, að frv. þetta sé talið flutt af meiri hl. fjhn. Og með því að það að telja frv. flutt af meiri hl. fjhn. mundi ekki krefja nema leiðréttingu að þessu leyti á frv., virðist mér ekki ástæða til þess að fresta þessari umr., heldur vísa málinu til 2. umr. um leið og tekið skal fram, að þskj. verður prentað upp og það leiðrétt, sem hér hefur verið sagt, að ekki sé rétt prentað hér á þskj. um flm. frv.