20.12.1945
Neðri deild: 61. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 973 í B-deild Alþingistíðinda. (1533)

148. mál, nýbyggingarráð

Frsm. (Einar Olgeirsson) :

Fjhn. hefur tekið þetta til athugunar og fallizt á það. Þetta mál hefur verið rætt áður, svo að ekki er þörf á því nú. Aðalatriðið er, að 15% af andvirði framleiðslunnar skuli lagt til hliðar til kaupa á framleiðslutækjum. Það á að halda áfram nýsköpuninni og leggja ákveðinn hundraðshluta til þessara mála. Þetta er framkvæmanlegt, meðan útflutningurinn er hagstæður og þjóðin á í sjóðum erlendis, en ef þeir ganga til þurrðar eða verzlunarjöfnuðurinn verður óhagstæður, þá verður að spara til að geta aflað þessara tækja. Þessu gengu menn alltaf út frá. — Ég vona svo, að málið fái fljóta afgreiðslu.