20.12.1945
Neðri deild: 61. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 993 í B-deild Alþingistíðinda. (1577)

151. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1946

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég þakka fyrir góðar jólaóskir. En hv. þm. var að spyrja mig um það, hvort 1934 hefði legið fyrir að setja löggjöf um landbúnaðarvörur um sumarið. Hann svaraði sér sjálfur með því að segja, að um þessa landbúnaðarlöggjöf hefði verið barizt um vorið. Hann sagði, að hér stæði öðruvísi á, vegna þess að þá hefði verið kosið á milli. Ég veit ekki betur en kosningar eigi að fara fram í byrjun júlí í sumar, og það verður því sá meiri hl., sem þá skapast, sem ræður samkomudegi Alþingis. Það verður því einnig hér kosið á milli. Það stendur hér heima upp á hvert einasta atriði, sem saman er borið nú og 1934.