22.11.1945
Neðri deild: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í B-deild Alþingistíðinda. (1609)

62. mál, þjóðjarðasala og kirkjujarða

Sigurður Thoroddsen:

Herra forseti. Ég býst ekki við, að tjói að tala um þetta mál, það mun eiga að fara gegnum þingið, en ég álít, að í 1. gr. sé eitt athugavert atriði. Hv. flm. hafa gert ráð fyrir því, að námuréttindi verði skilin undan sölu þjóðjarða. En það eru til önnur réttindi, sem eins ætti að undanskilja, en það eru vatnsréttindi og jarðhitaréttindi. Ég vil þess vegna, af því að ég geri ráð fyrir, að hv. flm. hafi yfirsézt að undanskilja þau, skjóta því til n., hvort hún vilji ekki taka til athugunar milli umr., hvort ekki sé hægt að setja ákvæði um þetta inn í frv. Annars mun ég flytja brtt. um þetta við 3. umr.