27.11.1945
Neðri deild: 40. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1014 í B-deild Alþingistíðinda. (1622)

62. mál, þjóðjarðasala og kirkjujarða

Sigurður Thoroddsen:

Mér finnst satt að segja gæta ósamræmis hjá hv. þm. Borgf., ef hann vill undanskilja námuréttindi, því að eftir skilningi hans á ákvæðinu um vatnsréttindin ætti að banna mótak í 1andinu. Þetta, sem hann sagði um, að banna ætti vatn til heimilisnota, er hégómi, því að það er alltaf leyfilegt að taka vatn til almenningsþarfa, og ef einhverjir annmarkar eru á því má taka það lögnámi. Það er ætlazt til að undanskilja námuréttindi, og af hverju á þá ekki að undanskilja vatnsréttindi og jarðhitaréttindi, ef þau eru einhvers virði, og þau eru miklu frekar einhvers virði en námuréttindi það vitum við allir, en það er undantekning, ef vitað er um námuréttindi, sem eru nokkurs virði hér á landi, en allir vita, hvers virði vatnsréttindi og jarðhitaréttindi eru. Öðru máli gegnir að samþ. brtt. um að leyfa slík afnot til heimilisþarfa.