26.11.1945
Efri deild: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í B-deild Alþingistíðinda. (1668)

23. mál, byggingar- og landnámssjóður

Páll Hermannsson:

Herra forseti. Ég hef leyft mér að flytja hér á þskj. 219 tvær brtt. Fyrri till. er um það, að 30. gr. í l. um byggingar- og landnámssjóð falli niður, en sú síðari er á þá leið, að aftan við 2. gr. frv. bætist, að fylgifé hvers býlis, sem hefur orðið til vegna ákvæða þeirra, sem felld eru úr gildi með l. þessum, verði kvaðalaus eign eiganda býlisins. Mér finnst eðlilegt, að þessi ákvæði öll verði samferða, og skal ég geta þess, að ég hef auk þess þann óbeina tilgang með því að bera fram þessa brtt., að því fleiri sem felld eru burtu af svona ákvæðum, því brýnni verður nauðsynin á að hraða því að setja ný og betri og fullkomnari ákvæði í staðinn. — Skal ég svo ekki rökræða þetta meira að svo komnu.