26.11.1945
Efri deild: 37. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1026 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

23. mál, byggingar- og landnámssjóður

Þorsteinn Þorsteinsson:

Ég vildi aðeins segja það, að ég tel frekar litlu máli skifta fyrri brtt. hv. 1. þm, N: M. Ég hef þó ekki hugsað mér að svo stöddu að berjast á móti því, að þessi brtt. nái samþykki, en læt skeika að sköpuðu, hvernig það fer. En hitt vil ég minna hv. þm. á, að ég sé nú, að hann er kominn á þá skoðun, sem ég hef haft um afnám þessara illræmdu laga. Hann lítur auðsjáanlega þannig á, að um leið og þau l. eru úr gildi numin, hverfa allar þær kvaðir, sem þau l. hafa áður verið búin að leggja á fasteignirnar. Ég vil taka það skýrt fram hér, hvaða skilning ég legg í þetta, og ég geri ráð fyrir, að hv. 1. þm. N.-M. hafi þar sömu skoðun, svo að ekki sé um það að villast, hvað er álit þingsins í þessum efnum. Það er þetta, að um leið og framlag ríkisvaldsins til sveitabýla er numið úr gildi, þá hafa og um leið verið afnumin öll þau höft, sem þau l. lögðu á fasteignir í landinu.

Þetta vildi ég benda á, til þess að ekki verði misskilningur um það, hvernig þetta mál horfir við.