08.02.1946
Neðri deild: 65. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1031 í B-deild Alþingistíðinda. (1695)

39. mál, girðingar kringum hveri og laugar

Frsm. (Gunnar Thoroddsen) :

Ég vil gera örfáar aths. út af ræðu hv. 2. þm. N.-M. Hann sagði, að allshn. hefði stórskemmt frv. Hann mun eiga þar við 2. gr., að hún var felld niður. En þessi ályktun hv. þm. mun vera á misskilningi byggð. — Hann spyr, hver eigi að hafa frumkvæðið að því, sem gera þarf. Mér virðist, að það eigi að vera sveitarstjórnir, en lögreglustjóri eigi að bera ábyrgðina.

Um hina aths. hv. 2. þm. N.-M., að það sé heppilegt að láta rannsóknaráð ríkisins hafa umsjón með þessu, það get ég vel fallizt á, að sé gott, og ég vænti, að hægt sé að koma því inn í frv. fyrir 3. umr.