03.12.1945
Neðri deild: 47. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1122 í B-deild Alþingistíðinda. (1870)

81. mál, embættisbústaðir héraðsdómara

Gunnar Thoroddsen:

Ég skrifaði undir nál. með fyrirvara og vil gera grein fyrir því, í hverju það er fólgið. Ég get ekki fallizt á þá breyt., sem n. leggur til, að gerð verði, að Reykjavík skuli tekin út úr frv. Í frv. stendur: „Ríkisstjórnin skal, þar til fullnægt er húsnæðisþörf héraðsdómara, láta byggja“ o. s. frv. En n. vill bæta þarna við orðunum: Utan Reykjavíkur. Mér finnst þetta vera almennt ákvæði um alla héraðsdómara og ekki eigi við að taka þar Reykjavík út úr. Hitt verður svo ráðh. og fjárveitingarvaldið á hverjum tíma að meta, hvar þörfin er mest í þessum efnum. Ég vil því leyfa mér að bera fram brtt. við nál., þannig að orðin: „utan Reykjavíkur“ verði felld niður.