20.02.1946
Efri deild: 68. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1161 í B-deild Alþingistíðinda. (1968)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Magnús Jónsson:

Ég vil aðeins bera af mér sakir, þar sem gert hefur verið lítið úr mínu starfi í hv. n, í þessu máli. Sannleikurinn er sá, að mikið hefur verið að þessu máli unnið. Við sátum á mörgum og löngum fundum bæði með menntmn. Nd. og mönnum úr mþn., og sá fundur, sem menntmn. þessarar d. hélt, var löglega boðaður á löglegum tíma. Það má vera, að hv. þm. S.-Þ. hafi falið sig svo vel, að hann hafi ekki fundizt. (BBen: Er það venja hans?) Ég hafði litið svo á, að ástæðulaust væri að vísa málinu aftur til n., en ef þingvilji er fyrir því, þá get ég fallizt á að hraða þessu ekki svo mjög. Annars sýnist mér, að þessar till. minni hl. þurfi einkum athugunar við frá minni hl. sjálfum.