20.02.1946
Efri deild: 68. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1161 í B-deild Alþingistíðinda. (1970)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Frsm. minni hl. (Jónas Jónsson):

Ég held, að hv. form. n. hafi ekki áttað sig á, að Alþingi er í tveim deildum og við þá skipan er öll meðferð mála miðuð. Þess vegna er það, að þegar ein n. annarrar þd. tekur upp á því að setja á fundum með n. úr hinni þd., þá er það fullkomið aukaatriði viðvíkjandi afgreiðslu mála. Annars vildi ég skjóta því til hv. 1. þm. Reykv., sem sótti þessa fundi, að ég held, að betra hefði verið fyrir hann að vera þar ekki, því að þótt ég meti áhuga hans fyrir þessu máli, þá tel ég ekki rétt, að hann stofni sér í lífshættu vegna þess, en eftir því sem frétzt hefur, gætu þessar fundarsetur hv. þm. orsakað, að við misstum hans við hér í deildinni.