20.02.1946
Efri deild: 68. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1162 í B-deild Alþingistíðinda. (1972)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Bernharð Stefánsson:

Ég kannast að vísu við ákvæði þingskapa um samvinnu nefnda. En ég get ekki rennt því niður, sem hv. 1. þm. Reykv. sagði, að málið væri afgr. frá óskiptri n. Hér eru fram komin tvö nál. og auk þess áskilur einn nm. sér rétt til að fylgja brtt., m. ö. o., málið er afgr. af minni hl, n. (MJ: Nál. er frá óskiptri n.). Að formi til en ekki efni. Einn nefndarmanna var fjarverandi, er málið var afgr., og annar óánægður með niðurstöðu nefndarinnar.

Mér þykir einsætt, að hv. n. verði við þeirri ósk að athuga málið ásamt fram komnum brtt. nánar, og tel, að til þess eigi ekki að þurfa atkvgr.