26.02.1946
Efri deild: 72. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (1980)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Magnús Jónsson:

Ég man vel eftir, að það var gengið út frá þessu, og það er að vísu oft gengið út frá því, að ekki þurfi að vísa máli til n., því að n. hafi það jafnan til meðferðar meðan það liggur fyrir d. Það er hins vegar engin ástæða til þess að halda nefndarfundi um þetta, þótt hv. þm. S.-Þ. vilji vísa því aftur til n. og tefja það hér með málþófi. Vonast ég til þess, að hinir nm. geri ekkert til þess að tefja málið, en kunnugt er, að framkoma hv. þm. S.-Þ. er aðeins til þess, því að enginn þarf að halda, að hann verði með þessu frv., fyrr en búið er að gerbreyta því. Ég fyrir mitt leyti mun engin afskipti hafa af því, hvort málinu verður aftur vísað til n., en veit, að allar till. hv. þm. S.-Þ. ganga í þá átt að sundra því skólakerfi, sem hér er um að ræða, og kunnugt er, að hann gleðst yfir hverjum þeim skóla, sem stendur utan við það. Mér finnst því fyrir mitt leyti, án þess að ég leggi á það sérstaka áherzlu, ástæðulaust annað en halda áfram þessari umr. og að menntmn. eigi ekki að tefja málið með því að taka það fyrir að nýju.