26.02.1946
Efri deild: 72. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (1981)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Frsm. minni hl. (Jónas Jónsson) :

Ég er hræddur um, að hv. 1. þm. Reykv. hafi gleymt því, að ákveðin bending kom frá einum flokksbróður hans um það að láta þetta mál bíða eftir öðrum frv. og athuga það í n. Þá vil ég og benda á það, að í þeim till., sem hér liggja fyrir, og aths. úr ræðum hafa komið fram ýmis nýmæli, sem n. hefur ekki enn sinnt, vegna þess að n. hefur ekkert getað gert í málinu, en það eina, sem farið er fram á, er, að sæmileg vinnubrögð verði höfð um þetta stórmál. Skal ég fyrir mitt leyti strax mæta á fundi í n., til þess að tefja málið ekki, ef hv. 1. þm. Reykv. vill stjórna fundi í forföllum form. nefndarinnar.