21.03.1946
Efri deild: 89. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1180 í B-deild Alþingistíðinda. (2011)

28. mál, skólakerfi og fræðsluskylda

Bjarni Benediktsson:

Ég vil vekja athygli á því, að ég get ekki skilið ákvæðin í 5. og 6. gr. á annan hátt en þann, að vist í háskólanum sé bundin við samfelldan 4 ára skóla, og ég held, að verzlunarskólinn sé ekki talinn samfelldur 4 ára skóli. Það þarf að gera breyt. á l. um verzlunarskóla, ef þetta frv. fer í gegn. Hæstv. ráðh. hefur játað, og líka hv. 1. þm. Reykv., að þeir hafi ekki athugað þetta atriði, sem hér er rætt um. Menn hafa ekki gert sér neina grein fyrir frv. yfirleitt. Mér finnst því, að sanngjarnt sé að fresta málinu, þar til þetta atriði er upplýst.