25.03.1946
Neðri deild: 94. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (2127)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. Það er aðeins vegna þessarar skriflegu brtt., að ég kvaddi mér hljóðs. Ég tók hana aftur fyrir hönd sjútvn. við 2. umr. til þess að kynna mér, hvernig á þetta mál yrði litið af hlutaðeigandi kaupstöðum. Ég hef nú tekið hana upp sem skrifl. brtt. Ég skal taka það fram viðvíkjandi þeim brtt., sem sjútvn. þessarar d. bar fram við 2. umr., og þar af leiðandi þessari brtt., sem þá var tekin aftur, að ég hef kynnt mér nokkuð, hvernig hv. Ed. muni taka á þessum brtt., þegar þar að kemur. Og þó að það sé ekki formlegt samkomulag, þá held ég, að ég megi fullyrða, að þær breyt., sem hafa orðið á frv., muni ekki valda neinum ágreiningi í hv. Ed. og ekki heldur þessi brtt., sem fyrir liggur, svo að málinu sé borgið að því leyti, að það verði ekki frekari ágreiningur um það.