25.03.1946
Neðri deild: 94. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1237 í B-deild Alþingistíðinda. (2129)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Bjarni Ásgeirsson:

Herra forseti. Við 2. umr. bar ég fram brtt. viðvíkjandi Borgarnesi, sem ég óskaði eftir, að hv. sjútvn. tæki til athugunar á milli umr. En þannig hafði til tekizt, að réttur Borgarneshafnar var rýrður töluvert frá því, sem gert er í gildandi l., og færður í annan flokk en hann átti rétt til samkv. l. Nú vil ég spyrja hv. d. og hæstv. forseta, hvort brtt., sem ég bar fram við 2. umr. og tók aftur til 3. umr., muni ekki geta komið fram aftur við 3. umr., án þess ég beri fram nýja brtt. um þetta efni. Ég hafði litið þannig á, að það væri hægt.