10.04.1946
Efri deild: 103. fundur, 64. löggjafarþing.
Sjá dálk 1242 í B-deild Alþingistíðinda. (2155)

21. mál, hafnargerðir og lendingarbætur

Eiríkur Einarsson:

Herra forseti. Ég á brtt. á þskj. 726, og kemur hún að vísu með seinni skipunum. Hún er um það, að Loftsstaðasandur í Árnessýslu verði tekinn inn í B-flokk frv. Þegar maður fer að leita hjá sér, þá koma í hugann ýmsir staðir, sem er nú að fara aftur, en með lagfæringu gætu orðið góðir útróðrarstaðir. Loftsstaðasandur hefur að miklu leyti lagzt niður, enda lendingarskilyrði í lakara lagi. Ég þakka form. sjútvn., hversu vel hann tók undir þetta, og vænti ég, að þessi brtt. fái að fljóta með.